Þjónustuskilmálar kuratech
- Samþykki skilmála
- Með því að fá aðgang að,
skrá þig í og/eða nota þjónustu kuratech á einhvern hátt
samþykkir þú að vera bundin/n af þessum þjónustuskilmálum,
gagnavinnslusamningi, persónuverndarstefnu og þeim frekari skilmálum sem þér
kunna að vera kynntir í þjónustunni okkar og/eða á vefsvæðinu
(„skilmálarnir“).
- Ef ekki er hægt að lesa einhver ákvæði
þessara skjala á annan hátt en þann sem veldur ósamrýmanlegu
misræmi á milli þeirra eða þeirra á meðal mun eftirfarandi
forgangsröðun gilda við túlkun og beitingu ákvæða skilmálanna:
- í fyrsta lagi, gagnavinnslusamningurinn;
- í öðru lagi, persónuverndarstefnan;
- í þriðja lagi,
þjónustuskilmálar.
Til að forðast vafa skal tekið fram að skilmálarnir sem
fyrst eru nefndir gilda framar þeim skilmálum sem síðar eru nefndar hér að ofan
(til að mynda mun gagnavinnslusamningurinn gilda framar þjónustuskilmálum).
- Samþykkir þú ekki skilmálana er
þér óheimilt að skrá þig í og/eða nota þjónustu
kuratech.
- Ef eitthvað er óljóst í tengslum við
skilmálana bendum við þér á að hafa samband við kuratech með
því að senda tölvupóst á nefangið info@kuratech.is áður en
þú skráir þig í eða byrjar að nota þjónustu
kuratech.
- Skilgreiningar
- Eftirfarandi hugtök sem notuð eru í þessum
þjónustuskilmálum og öðrum skjölum og falla undir skilgreiningu á
hugtökum skulu hafa neðangreinda merkingu.
- Viðskiptavinur, þú, aðili - Hver sá einstaklingur eða lögaðili sem stofnar notendaaðgang til
þess að nota þjónustu kuratech að þjónustunni.
- Viðskiptavinaögn - Öll
gögn sem viðskiptavinur hleður upp eða lætur í té. Til að veita
þjónustuna varðveitum við, vinnum og sendum þau skjöl og tengdar
upplýsingar sem þú hleður upp. Þessi gögn eru aðeins unnin í
samræmi við þau fyrirmæli sem þú (viðskiptavinur eða notandi) veitir.
Við gegnum hlutverki gagnavinnsluaðila vegna þessara upplýsinga. Allar þessar
upplýsingar eru geymdar og unnar innan Evrópusambandsins/Evrópska
efnahagssvæðisins (ESB/EES).
- Trúnaðarupplýsingar - Allar
upplýsingar sem annar aðilinn fær frá eða aflar frá hinum (hvort sem er beint
eða óbeint), þar með talið allar upplýsingar sem varða viðskipti,
hugverkarétt, rekstur, kerfi, ferli, vörur, viðskiptaleyndarmál, þekkingu,
samninga, fjármál, áform, áætlanir, núverandi, fyrrverandi eða
væntanlega viðskiptavini, viðskiptavini, samstarfsaðila eða birgja hins aðilans
(ásamt afritum af öllu ofangreindu) hvort sem slíkar upplýsingar eru merktar sem
trúnaðarmál eða ekki, en að undanskildum upplýsingum sem eru: (i)
aðgengilegar almenningi öðruvísi en vegna hvers kyns brots á þessum
skilmálum; (ii) þegar kunnar þeim sem þær eru birtar við
aðstæður þar sem ekki er óheimilt að miðla þeim til annarra; (iii) var
aflað á sjálfstæðan hátt af þeim sem þær eru birtar við
aðstæður þar sem ekki er óheimilt að miðla þeim til annarra; eða
(iv) sem urðu til óháð og án tilvísunar í neinar
trúnaðarupplýsingar sem veittar eru.
- Neytandi - Einstaklingur sem notar
þjónustuna í tilgangi sem tengist ekki viðskiptum, rekstri, iðn eða starfsgrein
viðkomandi einstaklings.
- Þjónusta - Þjónusta
fyrir viðskiptavini (og notendur) sem er fólgin öflun og úrvinnslu gagna og
upplýsingar við skipti á þrotabúum ásamt
sjálfvirknivæðing á hinum ýmsu aðgerðum skiptastjóra.
- Hugverkaréttur - Allur
hugverkaréttur eins og höfundarréttur og önnur höfundarverk
(skýjavörur, tæknilausnir, uppfærslur, gögn, gagnagrunnar, högun
kóða og frumkóðinn sjálfur, hugbúnaðarforrit, greinar og útgefin
rit o.s.frv.) sem og hugverk á sviði iðnaðar (vörumerki, einkaleyfi, hönnun,
viðskiptaleyndarmál o.s.frv.) og öll fjárhagsleg og sæmdarréttindi sem
þeim tengjast.
- GDPR-reglugerðin - Reglugerð
Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd
einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun
slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB (almenna
persónuverndarreglugerðin).
- Persónuupplýsingar - Upplýsingar sem varða auðkenndan eða auðkennanlegan einstakling.
- Notandi - Einstaklingur sem hefur verið
veitt heimild til að nota notandaaðganginn fyrir hönd viðskiptavinar.
- Notendaaðgangur – Aðgangur að vefsvæði kuratech til þess
að nota þjónustu kuratech.
- Skilmálar - Nýjasta
útgáfan af þessum þjónustuskilmálum, gagnavinnslusamningnum, stefnunni
um ásættanlega notkun, persónuverndarstefnunni og þeim frekari skilmálum sem
þér kunna að vera kynntir í þjónustunni okkar og/eða á
vefsvæðinu okkar.
- Aðgerðir - Hvers kyns upphleðsla,
geymsla, stjórnun, skjalavistun, notkun rafrænna undirskrifta og innsigla, staðfesting og hvers
kyns aðrar aðgerðir sem framkvæmdar eru við notkun þjónustunnar sem
gætu verið háðar sérstökum kvóta og viðeigandi gjöldum.
- Vefsvæði - Vefsvæði
kuratech sem er aðgengilegt á slóðinni www.kuratech.is.
- Viðskiptavinagögn – Upplýsingar og gögn sem viðskiptavinur hleður upp eða gögn sem
viðskiptavinur sækir í gegnum þjónustur kuratech.
- Veiting þjónustu
- Með því að nota þjónustuna og með
því skilyrði að þú hlítir skilmálunum: (i) veita kuratech og
leyfisveitendur okkar þér takmarkaðan, persónulegan, óframseljanlegan,
afturkallanlegan rétt sem ekki er einkaréttur til að nota og/eða fá aðgang
að þjónustunni; og (ii) þú samþykkir að fjölfalda ekki, dreifa,
búa til afleidd verk úr, sýna opinberlega, flytja opinberlega, veita leyfi að, selja
og/eða endurselja efni, hugbúnað, vörur og/eða þjónustu sem fæst
úr og/eða í gegnum þjónustuna nema að fengnu skriflegu leyfi kuratech.
Vörumerki okkar, svo sem firmamerki og skrásett vörumerki, má aðeins nota af
þriðja aðila ef skriflegt samþykki frá okkur hefur verið fengið fyrir
slíka notkun í ritum og á vefsíðum. Hvorki skilmálarnir né
aðgangur þinn að og/eða notkun á þjónustunni framselja til
þín og/eða þriðja aðila nein réttindi, eignarrétt og/eða
hlutdeild í hugverkaréttindum sem tengjast þjónustunni.
- Þjónusta okkar og leyfisveitenda okkar er vernduð af
viðeigandi hugverkalögum, þar á meðal höfundarréttarlögum ESB og
alþjóðlegum samningum. Með fyrirvara um þau takmörkuðu réttindi sem
eru sérstaklega veitt samkvæmt skilmálum þessum einungis í því
skyni að nota þjónustuna áskilja kuratech og/eða þriðju aðila
veitendur, leyfisveitendur og birgjar þess sér allan rétt, eignarrétt og hlutdeild
í og að þjónustunni, þar með talið án takmarkana öll tengd
hugverkaréttindi á heimsvísu. Þér eru ekki veitt nein réttindi
samkvæmt skilmálum þessum nema það sé sérstaklega tekið fram
í skilmálum þessum.
- Með því að skrá þig hjá
kuratech eða skrá þig til að nota þjónustuna samþykkir þú
að við kunnum að senda þér (þar á meðal með
tölvupósti) upplýsingar um þjónustuna, svo sem: (a) tilkynningar um notkun
þína á þjónustunni, þar á meðal tilkynningar um brot á
notkun; (b) uppfærslur á þjónustunni og nýja eiginleika eða vörur; (c)
upplýsingar um mál sem þú hefur aðgang að í þjónustunni.
Þú samþykkir jafnframt heimild kuratech til að senda þér upplýsingar
og efni til að kynna vörur og þjónustu kuratech. Tilkynningar sem eru sendar
þér með tölvupósti teljast veittar og mótteknar þegar
tölvupósturinn er sendur.
- Við munum gera það sem í valdi okkar stendur til
að gera þjónustuna aðgengilega notendum allan sólarhringinn, 7 daga vikunnar, að
undanskildum fyrirhuguðum niðritímum (sem notendum verður tilkynnt um fyrirfram).
Samkvæmt skilmálum þessum tökum við hins vegar ekki á okkur neina
ábyrgð eða skyldu til að tryggja neinn tiltekinn uppitíma, þjónustustig
eða viðbragðstíma.
- Við berum ekki ábyrgð vegna nokkurs misbrests eða
tafar á efndum á skyldum okkar samkvæmt skilmálum þessum sem stafa af
öðrum aðgerðum eða atburðum sem við fáum ekki stjórnað með
eðlilegum ráðum, þ.m.t. ef þjónustan verður óaðgengileg vegna
þess að þjónusta þriðja aðila verður ótiltæk eða vegna
netvandamála eða sambandsleysis.
- Við ábyrgjumst ekki eða veitum nokkra aðra vissu
fyrir því að inntak eða virkni þjónustunnar muni uppfylla kröfur
þínar eða að starfsfólk þitt muni ná nokkurri færni með
því að nota þjónustuna okkar. Að því marki sem rekstur
þjónustunnar er háður þáttum sem við fáum ekki
stjórnað með eðlilegum ráðum ábyrgjumst við ekki eða veitum nokkra
aðra vissu fyrir því að rekstur þjónustunnar verði án truflana
eða hnökralaus.
- Nema annað sé tekið fram er þjónustan veitt
„eins og hún er“ án ábyrgðar af neinu tagi, hvort heldur er beinnar eða
óbeinnar, þar með talið hvers kyns óbeinnar ábyrgðar um
söluhæfi og hæfi til tiltekinna nota. Áður en þú notar
þjónustuna okkar skaltu þess vegna vinsamlegast ganga úr skugga um að
þú sért ánægð(ur) með virkni og eiginleika þjónustunnar og
vitir hvaða eiginleika þjónustunnar þú þurfir svo þú getir
tekið upplýsta ákvörðun um hvort þú viljir nota þjónustuna
eða ekki. Öll áhættan varðandi gæði, nákvæmni,
fullnægjanleika, heilleika, gjaldmiðil, réttleika eða gildi hvers kyns upplýsinga,
gagna eða efnis sem notandi veitir í gegnum þjónustuna hvílir á
notandanum.
- Við erum stöðugt að innleiða nýjungar,
breyta og bæta þjónustuna. Við höldum réttinum til að breyta
þjónustu okkar hvenær sem er með því að stækka eða
þrengja umfang hennar, bæta við nýrri virkni, uppfæra notendaviðmót
eða breyta þjónustunni á annan hátt án þíns leyfis.
- Ef um er að ræða breytingar sem hafa mikilvæg
neikvæð áhrif á þjónustuna munum við sýna viðskiptalega
sanngjarna viðleitni til að upplýsa þig um þær í gegnum
þjónustuna og/eða með öðrum rafrænum samskiptaleiðum.
- Hvað varðar breytingar á þjónustunni sem
við þurfum að gera til að uppfylla öryggis-, laga- eða reglugerðarkröfur er
hugsanlegt að getum ekki tilkynnt þér um þær fyrirfram.
- Þú átt rétt á að segja
þjónustunni upp hvenær sem er eins og tilgreint er í þessum skilmálum.
Áframhaldandi notkun þín á þjónustu okkar eftir að slíkar
breytingar öðlast gildi felur í sér bindandi samþykki þitt á
slíkum breytingum.
- Við gætum ýtrasta trúnaðar um
viðskiptavinagögn. Okkur ber engin skylda til að fylgjast með efni sem hlaðið er upp
í gegnum þjónustuna. Þess vegna munum við ekki opna, athuga eða lesa nein
viðskiptavinagögn. Við megum aðeins gera það í mjög sérstökum
og afar takmörkuðum tilvikum eins og tilgreint er í grein 7.5 í þessum
skilmálum. Í ljósi eðli þjónustunnar verður aðgangi að
tilteknum viðskiptavinagögnum hins vegar stýrt af mismunandi viðskiptavinum og/eða
notendum á grundvelli hvers tilviks fyrir sig. Þegar notandi stofnar þrotabú
ákveður hann til dæmis hvaða aðilar eigi að fá aðgang að
þrotabúinu og einnig hvers konar aðgang (t.d. aðgang til að setja inn gögn,
aðgang til að vinna ákveðnar aðgerðir, lesaðgang).
- Viðskiptavininum er einnig óheimilt að
hlaða upp, birta, senda eða á annan hátt gera aðgengilegt í gegnum
þjónustuna allt efni ef viðskiptavinurinn veit eða ætti að vita með sanngirni
að slík aðgerð sé ólögleg að teknu tilliti til eðlis
þjónustunnar.
- Þar að auki skal viðskiptavinurinn ekki (i)
hlaða upp, birta, senda eða á annan hátt gera aðgengilegt efni eða
upplýsingar sem ætlað er að trufla, eyðileggja eða takmarka virkni nokkurs
tölvuhugbúnaðar eða vélbúnaðar eða fjarskiptabúnaðar; (ii)
bakhanna, breyta, aðlaga eða hjakka þjónustuna eða á annan hátt reyna
að fá óheimilan aðgang að þjónustunni eða tengdum kerfum eða
netum hennar; (iii) nota þjónustuna í bága við gildandi lög; eða (iv)
fá aðgang að þjónustunni í þeim tilgangi að þróa
samkeppnishæfa vöru eða kerfi.
- Okkur er heimilt, alfarið að eigin ákvörðun,
að afturkalla eða synja hverjum þeim notanda um aðgang sem brýtur gegn eða kann
samkvæmt sanngjörnu viðskiptalegu mati okkar að brjóta gegn ákvæðum
greina 3.13 og 3.14. Viðskiptavinurinn viðurkennir og samþykkir að hvers kyns brot á
skilmálum af hálfu einhverra notenda hans verði álitið brot af hálfu
viðskiptavinarins. Viðskiptavinur ber því fulla ábyrgð á því
að veita notendum sínum allar upplýsingar um þjónustuna, veitingu hennar, virkni,
ásættanlega notkun og/eða önnur skilyrði sem kveðið er á um í
skilmálunum.
- Þjónustan okkar virkar með flestum nýjustu
útgáfum af vinsælustu netvöfrunum. Þjónustan mun hins vegar hvorki virka
með né styðja Internet Explorer. Nánari upplýsingar um
vélbúnaðar- og hugbúnaðarkröfur til að nota þjónustuna er
að finna á vefsvæðinu okkar.
- Hvað varðar ákvæði greina 3.13 og 3.14
þessara skilmála skal viðskiptavinurinn verja og veita kuratech skaðleysi gegn
sérhverri „kröfu sem nýtur skaðleysis“, en með því er
átt við hvers kyns kröfu þriðja aðila, málshöfðun eða
málsmeðferð sem stafar af, tengist eða byggir á fullyrðingu um:
- brot á höfundarrétti, vörumerki,
viðskiptaleyndarmáli, persónuvernd eða trúnaðarrétti með skriflegu
efni, myndum, firmamerkjum eða öðrum viðskiptavinagögnum sem hlaðið er upp
í gegnum þjónustuna;
- að notkun þjónustunnar í gegnum aðgang
viðskiptavinarins áreiti, rægi eða svíki þriðja aðila eða
brjóti í bága við gildandi lög;
- afhjúpun eða birtingu á persónugreinanlegum
upplýsingum eða öðrum einkaupplýsingum sem veittar eru í gegnum
þjónustuna með aðgangi viðskiptavinarins (hvort sem slíkar upplýsingar
tilheyra viðskiptavininum, einhverjum viðskiptavini eða notanda viðskiptavinarins eða
öðrum þriðju aðilum);
- hvers kyns tap á eða tjón á raunverulegum
eða áþreifanlegum persónulegum eignum af völdum aðgerða eða
aðgerðaleysis viðskiptavinar eða einhverra umboðsmanna hans, undirverktaka eða
starfsmanna.
- Þessi skaðleysisskylda er háð því
að þú fáir (i) tafarlausa skriflega tilkynningu um slíka kröfu (eða
í öllu tilfelli tilkynningu með nægum fyrirvara þannig að þú getir
brugðist við tímanlega); (ii) einkarétti til að stjórna og stýra
rannsókn, vörn eða sáttaumleitan um slíka kröfu og (iii) allri
nauðsynlegri samvinnu okkar á milli á þinn kostnað.
- Verð og greiðsluskyldur
- Við bjóðum bæði gjaldfrjálsa
þjónustu og þjónustu sem greiða skal fyrir. Ef þú ákveður
að sækja þjónustu sem greiða skal fyrir samþykkir þú að
greiða þau gjöld sem þér eru gefin upp þegar þú kaupir tiltekna
þjónustu.
- Verð, eiginleikar, gagnageymslugeta, takmarkanir og önnur
virkni þjónustunnar fer eftir þjónustunni sem þú velur sem og hvers kyns
breytingum sem þú átt frumkvæði að. Þú getur séð
verðskrá kuratech á vefsvæði okkar áður en þú kaupir
þjónustu.
- Með því að stofna þrotabú í
gegnum þjónustu kuratech veitir viðskiptavinurinn kuratech fullt leyfi til að
gjaldfæra kreditkortið sem við höfum á skrá, eða til að nota aðra
samþykkta greiðslumáta fyrir rukkun gjalda sem viðskiptavinurinn hefur veitt heimild fyrir.
Viðskiptavinurinn ber ábyrgð á að veita kuratech gilda greiðslumáta fyrir
aðgang sem greiða skal fyrir. Ekki þarf að veita greiðsluupplýsingar fyrir
gjaldfrjálsa þjónustu notenda.
- Viðskiptavinurinn ber ábyrgð á öllum
gjöldum, þ.m.t. sköttum, sem tengjast notkun hans á þjónustunni. Með
því að nota þjónustuna samþykkir viðskiptavinurinn að greiða
kuratech alla viðeigandi skatta vegna notkunar viðskiptavinarins á
þjónustunni.
- Ef einhver gjöld hafa verið í vanskilum í
þrjátíu (30) daga eða lengur getum við, án þess að takmarka
önnur réttindi og úrræði okkar, takmarkað alla þjónustu sem
greiða skal fyrir þar til skuldin hefur verið greidd að fullu, svo framarlega sem við
höfum tilkynnt viðskiptavininum með tíu (10) daga eða lengri fyrirvara að
aðgangur hans sé í vanskilum.
- Við ábyrgjumst ekki eða tryggjum að nokkur verð
verði í boði til frambúðar og áskiljum okkur rétt til að breyta
verðum eða eiginleikum og valkostum verðlagningar okkar fyrirvaralaust.
- Persónuupplýsingar
- Við vinnum persónuupplýsingar í samræmi
við kröfur GDPR-reglugerðarinnar og annarra viðeigandi lagagerninga, svo sem laga nr. 90/2018
um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuverndarstefnan okkar
útskýrir ítarlega hvernig og í hvaða tilgangi við söfnum, notum,
varðveitum, miðlum og verndum upplýsingarnar sem þú veitir okkur. Með
því að samþykkja þessa skilmála staðfestir þú að
þú hafir lesið og samþykkir að vera bundin/n af skilmálum
persónuverndarstefnu okkar.
- Takmörkun ábyrgðar
- kuratech skal aðeins bera einkaréttarábyrgð ef
sök er til staðar.
- kuratech ber ekki ábyrgð á neinu sem stafar af eða
tengist þessum skilmálum vegna taps á notkun, glataðra eða
ónákvæmra upplýsinga, tapaðs hagnaðar, bilunar í öryggiskerfum,
truflunar á rekstri, kostnaðar vegna tafa eða hvers kyns óbeins, sérstaks,
tilfallandi eða afleidds tjóns af hvaða tagi sem er, jafnvel þótt upplýst
sé um möguleika á slíku tjóni fyrirfram.
- Nema á annan veg sé mælt í þessum
skilmálum berum við ekki ábyrgð á nokkru tapi eða tjóni
viðskiptavinarins eða notenda hans sem stafar eða orsakast, í heild eða að hluta, af
(i) notkun eða beitingu viðskiptavinar eða notenda hans á þekkingu sem aflað er
með þjónustunni, (ii) hvers kyns tölvuveiru sem ekki er upprunnin í
þjónustunni, eða (iii) hvers kyns óheimilli notkun viðskiptavinarins eða
einhvers af notendum hans á þjónustunni eins og lýst er í þessum
skilmálum.
- Samanlögð ábyrgð okkar gagnvart viðskiptavininum
sem stafar af eða tengist þessum skilmálum mun ekki vera hærri en sú
fjárhæð sem þú hefur raunverulega greitt okkur samkvæmt þessum
skilmálum á síðustu 12 (tólf) mánuðum fram að kröfunni.
Þar sem við bjóðum upp á bæði gjaldfrjálsa og greidda
þjónustu viðurkennir þú að samanlögð ábyrgð okkar
verður takmörkuð við núll ef þú notar þjónustuna
gjaldfrjálst og því munum við ekki bæta nokkurt tjón nema um sé
að ræða tjón sem stafar af vísvitandi misferli eða stórfelldu
gáleysi okkar eins og lýst er í grein 6.6.
- Þú samþykkir að þær
undanþágur og takmarkanir sem tilgreindar eru í 6. grein (takmörkun
ábyrgðar) eigi við óháð því formi aðgerða sem gripið
er til, hvort sem þær byggja á kröfu innan eða utan samninga (þar á
meðal vegna vanrækslu), hlutlægri ábyrgð eða öðrum grundvelli og munu
gilda jafnvel þótt einhver þeirra takmörkuðu úrræða sem tilgreind
eru í þessum skilmálum teljist ekki hafa þjónað megintilgangi
sínum.
- Ekkert í þessum skilmálum skal
útiloka eða á nokkurn hátt takmarka ábyrgð okkar á tjóni sem
stafar af vísvitandi misferli (ásetningi) eða stórfelldu gáleysi.
Ábyrgð okkar takmarkast heldur ekki í öðrum tilvikum að því marki
sem afdráttarlaus viðmið gildandi laga banna slíka takmörkun með skýrum
hætti.
- Eignarréttur
- kuratech heldur öllum réttindum, eignarrétti og
hlutdeild í hugverkum sem notuð eru til að veita þjónustuna. Þjónusta
okkar telst vera hugbúnaður sem þjónusta (Software as a Service, „SaaS“) og
hún er boðin á grundvelli takmarkaðs aðgangs og án einkaréttar;
viðskiptavininum er ekki í látinn í té neinn eignarréttur og/eða
hugverkaleyfi, óháð notkun hugtaka eins og „kaup“ eða „sala“.
Hugverk okkar má aðeins nota af þriðja aðila ef skriflegt samþykki frá
okkur hefur verið fengið fyrir slíkri notkun áður en þau eru notuð í
nokkrum tilgangi.
- Við eigum einnig öll samantekin tölfræðileg
gögn sem fengin eru með rekstri þjónustunnar, þar með talið, án
takmarkana, gögn um fjölda og tegundir allra aðgerða og hvers kyns önnur
tölfræðileg gögn sem tengjast notkun þjónustu okkar sem og
árangursniðurstöður fyrir þjónustuna. Ekkert í skilmálum
þessum skal túlkað þannig að það banni okkur að nota slíkar
samanteknar tölfræðilegar upplýsingar, að því tilskildu að notkun
okkar á samanteknum tölfræðilegum upplýsingum muni ekki afhjúpa
persónulegar upplýsingar og/eða upplýsingar sem auðkenna tiltekinn viðskiptavin
fyrir þriðja aðila.
- Okkur er aðeins heimilt að auðkenna þig sem
viðskiptavin okkar á vefsvæði okkar og/eða í öðru markaðsefni
að fengnu leyfi þínu. Að fengnu slíku leyfi er okkur einnig heimilt að birta
vörumerki þín, þjónustumerki og/eða firmamerki í markaðsefni okkar
til að auðkenna þig sem viðskiptavin.
- Öll viðskiptavinagögn teljast vera einkaeign
viðskiptavinarins með óafturkallanlegum hætti. Við föllum frá öllum
kröfum að viðskiptavinagögnum með óafturkallanlegum hætti.
- Við munum gera eðlilegar ráðstafanir
til að tryggja að enginn hafi aðgang að viðskiptavinagögnum og að enginn athugi
þau, þar á meðal við. Okkur ber engin skylda til að fylgjast með efni sem
hlaðið er upp í gegnum þjónustuna. Aðeins í undantekningartilvikum
eða ef þess er beinlínis krafist af viðskiptavinum svo hægt sé að veita
nauðsynlega tækniaðstoð er tilteknu starfsfólki sem lýtur strangri
trúnaðarskyldu sem miðast við vitneskjuþörf heimilt að fá aðgang
að viðskiptavinagögnum. Slíkur aðgangur skal þó vera mjög
takmarkaður og aðeins veittur að því marki sem nauðsyn krefur.
- Okkur er aðeins heimilt að miðla
viðskiptavinagögnum að því marki sem það er skylt samkvæmt lögum
eða dómsúrskurði, en við munum sýna viðskiptalega sanngjarna viðleitni
til að láta þig vita sé það heimilt.
- Breytingar
- Nýjasta útgáfan af öllum skjölum
skilmálanna fylgir þessum þjónustuskilmálum og einnig er hægt að
nálgast þau á vefsvæði okkar. Við áskiljum okkur þó
rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er alfarið að eigin
ákvörðun.
- Við munum tilkynna þér um allar breytingar á
skilmálunum með því að birta uppfærða skilmála á
vefsvæðinu og/eða í þjónustunni og við munum breyta
„uppfært“ dagsetningunni hér að ofan. Það er á þína
ábyrgð að skoða skilmálana reglulega og fylgjast með öllum breytingum
á þeim. Við kunnum einnig að veita þér frekari tilkynningar um breytingar
og/eða uppfærslur eftir því sem við á miðað við
aðstæður, þar á meðal en ekki einskorðað við að senda
þér tölvupóst sem upplýsir þig um breytingarnar og/eða með
því að birta tilkynningu um breytingarnar á áberandi hátt á
vefsvæðinu og/eða í þjónustunni.
- Áframhaldandi notkun þín á
þjónustu okkar eftir að slíkar breytingar öðlast gildi felur í
sér bindandi samþykki þitt á slíkum breytingum. Vinsamlegast skoðaðu
þessa skilmála á netinu (með því að nota hlekkina sem veittir eru
í þessum skilmálum) reglulega til að athuga hvort einhverjar breytingar hafi
orðið.
- Óviðráðanleg atvik
- Við berum enga ábyrgð vegna misbrests eða tafar
á að efna skuldbindingar vegna atvika sem aðili fær ekki ráðið við
með eðlilegum ráðum, sem geta meðal annars verið atlögur að
þjónustumiðlun, bilun hjá þriðja aðila hýsingaraðila eða
þjónustuveitanda, verkföll, vöruskortur, óeirðir, eldsvoðar, guðsverk,
stríð, hryðjuverk, heimsfaraldur og aðgerðir stjórnvalda.
- Gildandi lög
- Þjónustuskilmálar þessir skulu gerðir og
túlkaðir samkvæmt íslenskum lögum. Aðilar skulu freista þess að
ná sátt um hvers konar ágreining og deilur sem upp kunna að koma milli
viðskiptavinarins og þjónustuveitanda varðandi þessa
þjónustuskilmála. Náist ekki sátt skal leyst úr öllum
óleystum deilum, ágreiningi og kröfum sem rísa af eða tengjast
þjónustuskilmálum þessum, broti þeirra, riftun eða gildi fyrir þar til
bærum dómstólum á Íslandi.
- Sjálfstætt gildi einstakra ákvæða
- Þessir skilmálar gilda að því marki sem
framast er heimilt samkvæmt gildandi lögum. Ef dómstóll úrskurðar að
við megum ekki framfylgja hluta þessara skilmála eins og þeir eru settir fram munum
þú og við skipta þeim skilmálum út fyrir svipaða skilmála sem
heimilt er að framfylgja samkvæmt gildandi lögum, en önnur ákvæði
þessara skilmála haldast í gildi.
- Uppsögn
- Þessir skilmálar taka gildi frá og með deginum
sem þú byrjaðir að nota þjónustuna og/eða gerðist áskrifandi
að þjónustunni.
- Áskriftin þín hættir þegar
málið sem þú hefur stofnað í þjónustunni fær
stöðuna „Lokið“.
- Þú getur valið að hætta að
nota þjónustuna og segja þessum skilmálum (þar á meðal öllum
þjónustum) hvenær sem er af hvaða ástæðu sem er með skriflegri
tilkynningu til okkar („uppsögn“), en við
slíka uppsögn (i) átt þú ekki rétt á endurgreiðslu af
fyrirframgreiddum gjöldum og (ii) ef þú hefur ekki þegar greitt öll viðeigandi
gjöld munu öll slík gjöld sem eru ógreidd umsvifalaust falla í
gjalddaga.
- Hvor aðili getur sagt þessum skilmálum upp (þar
á meðal öllum þjónustum) ef hinn aðilinn (a) bætir ekki úr broti
gegn þessum skilmálum innan þrjátíu (30) daga frá tilkynningu; (b)
hættir rekstri án arftaka; eða (c) leitar verndar samkvæmt
gjaldþrotameðferð, fjárvörslusamningi, samkomulagi við kröfuhafa,
nauðasamningum eða sambærilegri málsmeðferð, eða ef slík meðferð
er hafin gegn þeim aðila (og ekki vísað frá innan sextíu (60) daga frá
því að hún er hafin). Við áskiljum okkur rétt til að
stöðva þjónustuna umsvifalaust og án fyrirvara ef notandi fremur brot gegn
þessum þjónustuskilmálum.
- Við áskiljum okkur rétt til að hætta
veitingu þjónustunnar eða fela þriðja aðila að veita þjónustuna
í stað okkar með því að tilkynna viðskiptavinum það með minnst
6 mánaða fyrirvara.
- Ef frá eru taldir viðskiptavinir með virka áskrift
áskiljum við okkur rétt til að stöðva þjónustuna og eyða
notandaaðgangi þínum og öllum viðskiptavinagögnum þínum ef
þú hefur ekki notað þjónustuna í meira en 12 mánuði
samfleytt.
- Þegar þessir skilmálar falla úr gildi eða
þegar þeim er sagt upp verður þú að hætta að nota alla
þjónustu og eyða (eða að beiðni okkar, skila) öllum
trúnaðarupplýsingum sem þú hefur undir höndum, þar með talið
á kerfum þriðja aðila sem rekin eru fyrir þína hönd. Þú munt
ekki hafa aðgang að þjónustunni og viðskiptavinagögnum þínum (og
við kunnum að eyða öllum viðskiptavinagögnum þínum nema það
sé óheimilt að lögum) eftir að þessir skilmálar falla úr gildi
út eða þeim er sagt upp og því skaltu gæta þess að flytja
viðskiptavinagögnin þín áður en kemur að uppsögn. Uppsögn mun
aldrei leysa þig undan skyldu þinni til að greiða þau gjöld sem ber að
greiða okkur fyrir tímabilið fram að gildistökudegi uppsagnar.
- Ef þú ert neytandinn staðfestir þú einnig
skilning þinn á því að eftir að þú gerist áskrifandi
að þjónustunni eða byrjar að nota þjónustuna hefst veiting
þjónustunnar umsvifalaust með fyrirfram samþykki þínu og þú
viðurkennir að þú munir missa rétt þinn til afturköllunar (ef
þú nýtur slíks réttar samkvæmt gildandi lögum).
- Hafa samband
- Ef þú hefur einhverjar spurningar, áhyggjur eða
kvartanir vegna þessara þjónustuskilmála geturðu haft samband við
þjónustudeild okkar með því að senda tölvupóst á
info@kuratech.is.
Skilmálar þessir gilda frá og með 12. nóvember 2023 og
þar til nýir skilmálar taka gildi.